Glósur:Sjálfstætt fólk

Úr ISIRWiki, frjálsu upplýsingasafni ISIR
Stökkva á: flakk, leita

Upprunalegur höfundur: Torfi Freyr Alexanderson - sett inn á ISIRWiki af Freysteini, með leyfi frá höfundi.

Source(s): Glósur:Sjálfstætt fólk

Sjálfstætt fólk

1. ...

2. ...

3. ...

4. ...

5. ...

6. ...


Source(s): Glósur:Sjálfstætt fólk


7. Kólumkilli hinn írski, særingamaður mikill. Fyrirliði vestrænna manna. Honum var reist kirkja þar sem seinna voru Albogastaðir á heiði. Jón sýslumaður á Útirauðsmýri dró saman upplýsingar um heiðadal þennan, seinast þegar bærinn lagðist í eyði í draugagangi 1750.

8.Gunnvör hét kona, hún vildi drekka manna blóð.

9. Hún er talinn hafa gert samning við Kólumkilla hinn illa. Henni græddist fé, hún er talinn hafa drepið mannin sinn sem vildi segja frá því að hún var að gera ýmislegt grunsamlegt.

10. Á endandum komst upp hvað hún hafði drepið marga og hún drepin sjálf.

11.Hún er talin hafa ásótt menn eftir dauðann og var Rauðsmýrarprestur fenginn til að særa hana út og er talið að þá hafi hún farið til fjalla

12. Nú er bærinn kallaður Veturhús

13.Næstu bæir eru Útirauðsmýri “mýri” höfuðból hreppstjórans. Saga aldanna í dalnum er saga sjálfstæðs fólks sem hefur barist við náttúruna

14.Bjartur neitar að setja stein á leiði Gunnvarar. Lúsugur hundur eltir hann

15. Hann rekur kindur úr túninu sínu þó jörðin sé ekki fullborguð ennþá. Bærinn á ekki að heita Veturhús. Hann heitir Bjartur og þessvegna á bærinn að heita Sumarhús

16. Hann hefur unnið fyrir frelsinu í 18 ár. Hundurinn heitir Títla

17.Faðir hans varð áttræður en gat aldrei borgað 200 kr skuld við sveitarfélagið

18.Hann trúir ekki á Kólumkilla. Brúðkaup. Rósa og Bjartur gisftast, Rósa er yngsta dóttir hjónanna í Niðurkoti

19. ...

20.Kaupmaðurinn í firðinum er kallaður Bruni en heitir Túliníus Jenssen. Hann lánar mönnum vörur og jafnvel fyrir því að kaupa jörð.

21.Frúin á Útirauðsmýri er skáldkona. Dóttir útvegsbónda í Víkinni. Gekk í kvennaskólann. Hún hafði gifst Jóni bónda af einskonar áhuga á sveitasælunni. Presturinn talar illa um kindurnar.

22. Hún var drifkrafturinn í sveitarfélaginu, formaður kvenfélagsins, lánaði tjaldi í brúðkaupið

23.Einar í Undirhlíð, skáld hreppsins. Ólafur í Ystadal.

24.Þórir á Gilteigi. Steinka á Gilteigi eignaðist barn í lausaleik.

25.Prestur vill ekki að menn syngi frumsamin kvæði við jarðarfarir

26. Presturinn giftir Rósu og Bjart

27.Frúin heldur ræðu

28.Þakkar Bjarti fyrir að þjóna sér í 18 ár

29.Hún segir að bændur séu hetjur og hrósar Rósu

30.Konan á að búa manni sínum gott heimili

31.Kærleikurinn getur gert fátæktina að rósalundi og breytt hreysi í höll. Kallarnir spyrjast fyrir um sullaveiki

32.Bjartur reiddi konu sína heim á Blesa

33.Rósa vill henda steini á leiði Gunnvarar, Bjartur leyfir henni það ekki, segir að þetta sé vitleysa

34.Bjarti finnst bærinn fallegur, hún vill fara heim

35. Bænum líst

36.Bjartur talar um hversu gott það er að vera frjáls

37.Þau tala um draugagang í dalnum

38.Bjartur segist ekki fara með bænir og ekki trúa á neitt

39.Bjartur gefur í skyn að Rósa hafi verið að ríða einhverjum fyrir giftingu. Þau tala um hver gerði Rósu ólétta

40.Þau rífast

41.Hún biður hann afsökunar

42. -- 6 Draumar -- Bjartur fer að slá, hann er farinn að finna fyrir aldri

43.Rósa virðist óhamingjusöm svimar og getur ekki unnið hratt

44.Bjartur talar um kindur, Rósu langar í kjöt

45.Rósa vill kú

46.þau rífast um hvort kaupa eigi kú

47.Bjartur skilur ekki hversvegna hún er svona döpur og illa útlítandi

48.Hann er hneykslaður hvað hún étur mikið

49.Bjartur vaknar og finnur ekki Rósu. Títla kemur og fær Bjart til að elta sig. Rósa sefur hjá gröf Gunnvarar

50.Rósa ætlaði að sníkja mjólk á Útirauðsmýri.

51. bjartur hjálpaði Rósu heim, það voru óþurrkar þetta sumar

52. Rósa veiðir ál, Bjartur er ekki hrifinn af honum, hún segir að þetta sé betra en sá úldni steinbítur sem hún er búin að éta í allt sumar.

53. -- 8. Þurrkur. -- Mikill vindur og þurrkur kom og þau þurftu að elta heyið út um allt.

54. Rósa er mjög þreytt. Dettur og dettur, en Bjartur segir að ekki dugi að vera löt þegar þarf að bjarga sér um mitt sumar

55.Rósa sofnaði þegar hún ætlaði að drekka úr bæjarlæknum. 9. Skógarför. Hún fer inn og sefur. Bjartur kemur inn og segir að hún verði að hita kaffi því fólk kemur ríðandi.

56.Bjarti finnst gaman þegar fólk biður hann leyfis að týna ber á hans landi. Fólk þarf að beygja sig til að ganga í bæinn því hann er svo lágreistur og lélegur.

57.Rósa reyndi að fela sig en Bjartur dregur hana fram. Hún lítur mjög illa út.

58.gestirnir reyna að fá Bjart til að skemmta sér og draga hann í leiki.

59.Ingólfur Arnar Jónsson, hreppstjórasonur. Var að veiða í landi Bjarts og segir að Bjartur sé heppinn að hafa fengið þessa jörð fyrir lítinn pening.

60.fólkið reynir að gefa þeim fugla sem þau höfður veitt en Bjartur vill ekki sjá það.

61.Fólk syngur söngva um ættjarðarást og sveitasælu.

62.Bjartur segir Rósu að fólkið hafi skilið eftir fugl og fiska eftir handa henni við lækinn.

63. -- 10. Gángnamenn. -- Bjartur rakaði af sér sumarskeggið en hann hataði að raka sig. Það var nauðsynlegt því nú voru göngur, hátíð sauðkindarinnar.

64.fólk kemur í bæinn á leiðinni í göngur og pabbi Rósu þar á meðal, hann gefur henni eitthvað í skýluklút. Hún hallar sér upp að honum og lætur sér þykja vænt um hann.

65.Rósa varð barnsleg þegar hún sá pabba sinn aftur, flestir þarna voru mjög fátækir bændur.

66.menn vilja frekar fara á sjóinn eða til Ameríku en að hanga í sveitinni

67.Kallarnir tala um að ungar stúlkur séu farnar að bruðla með peninga, jafnvel farnar að kaupa sér silkibandssokka.

68.Kallarnir öfunda prestinn sem fær 1500 kr úr landsjóði á ári.

69.Þeir tala um að hreppstjórinn fái miklu meira verð fyrir kindurnar í Vík en hjá Bruna kaupmanni.

70.þeir tala um að láta ormahreinsa hjá sér hundana. Svo fá þeir sér kaffi sem Rósa kemur með handa þeim.

71.Þeir fá sér brennivín út í kaffið og svo er Einar beðinn um að yrkja fyrir þá.

72.Bjartur og Einar í Undirhlíð þrátta um bragfræði.

73.Bjartur segir að menn eigi ekki að trúa öllu sem stendur í bókum og allra síst því sem stendur í Biblíunni.

74.Þeir tala um hvað eigi að gera í sambandi við refinn. Hann er alltaf að bíra lömbin.

75.Þeir spyrja Rósu hvernig henni líki við nýja bæinn. Hún segir að það sé svo sem ósköp frjálst hérna.

76.Rósa biður pabba sinn að hlúa vel að sér í gangnakofanum um nóttina. 11. Síðsumarnótt.

77.mikil rigning. Bærinn lekur og pollar myndast í gluggakistunum. Hún bjargar kindinni sem stendur í túninu.inn í hús.

78.Hún fær sér kaffi og sykur sem mamma hennar hafði gefið henni. Það er eins og kindin sjái draug.

79.Hún hugsar um Kólumkilla og hefur áhyggjur af pabba sínum.

80.Mikil læti eru í bænum og það er eins og einhver sé að reyna að drepa rolluna.

81.Hún hugsar mikið um það hversu margir hafa dreymt stóra drauma en bara endað sem fátækir bændur.

82.kindin byrjar að jarma aftur er ekki dauð

83.Rósa ákvað að drepa kindina því hún þoldi ekki jarmið í henni.

84.batt hana niður við á. Og skar svo af henni hausinn og fór svo aftur að sofa. Þegar hún vaknaði var hún með samviskubit.

85.Hún verkaði kindina og fékk sér kjöt eins og hana hafði dreymt um allt sumarið.

86. Hún borðaði kjötið og slátrið með áfergju og þetta var hennar fyrsti hamingju dagur í hjónabandinu. -- 12 Læknisdómar. -- Bjartur kom heim með 20 lömb, 12 fóru í skuldina við hreppstjórann vegna jarðarinnar, hann fékk vörur fyrir restina. Svo kom hann heim með slátrið úr kindunum. Hann er ánægður með hversu vel Rósa lítur út.

87.Bjartur kemur heim með lyf fyrir Rósu og þurfti ekkert að borga fyrir þau vegna þess að hann kaus lækninn í síðustu kosningum.

88. Bjartur vill borga fyrir pillurnar en læknirinn segir honum bara að muna eftir sér í næstu kosningum -- 13 Skáldkonan --

89.Hreppstjórafrúin á Útirauðsmýri kemur í heimsókn. Frúin talar um að það sé ærlegt fólk sem er eftir í sveitunum.

90.Frúin segir að það sé gott að eignast svona lítinn bæ þar sem maður þarf ekki að hafa áhyggjur af allt of mörgu og spyr hvenær Rósa eigi von á barninu. Rósa vill ekki að Frúin snerti sig og skammast sín fyrir að vera ólétt.

91.Frúin segir að fátækt fólk sé yfirleitt hamingjusamara en ríkt fólk.

92.Bjartur var búinn að reyna í mörg ár að fá að búa á þessu landi, en hreppsnefndin var á móti því, þeir voru hræddir um að Bjartur myndi hrúga niður börnum sem færu bara á framfærslu sveitarinnar. Frúin segist hafa varið Bjart og Rósu, sagt að þau myndu spjara sig. Rósu finnst þetta ekkert merkilegt. Frúin er hissa á því að hún sé ekki ánægð með það.

93. -- 14 Kveðjur -- Bjartur slátrar gamalli rollu fyrir þau hjónin. En stundum fær hann mjúkan bita og er hissa að svona gömul rolla skuli vera svona lítið seig. Hann pælir mikið í því hvað hafi orðið um gimbrina Gullbrá.

94.Veturinn kemur og það er mikið frost. Bjartu ætlar út að leita að kindinni í 3 daga.

95.Rósa vill ekki að hann fari, hún sé komin að því að fæða. En Bjartur er mikill þverhaus.

96.Rósa hefur áhyggjur af barninu en Bjartur segist ekkert ætla að hugsa um annara manna börn. Hún vill fara á annan bæ á meðan hann er úti en hann tekur það ekki í mál, hún sé núna sjálfseignarkona.

97.hann skilur hundinn eftir og kveður hana með hlýjum orðum.

98. -- 15 Eftirleit -- Bjartur gengur á fjöllum og reynir að berja saman vísu.

99.hann þvælist um fjöllin og hefur gaman að þó það sé kalt.

100. Hann vaknar á nóttunni og er þá að drepast úr kulda, hann lyftir steinhellu sem er þarna þangað til að honum er orðið heitt og sofnar aftur.

101. Hann sér Hreindýr og langar að veiða eitt.

102. Bjartur læðist að dýrunum og tekst að grípa í tarfinn.

103. Hann sest á tarfinn og ríður hann eins og hest. Tarfurinn hleypur með hann út í jökulá og syndir.

104. Þeir eru að berjast í ánni og taka dýfur þannig að Bjartur er að drepast úr kulda í ísköldu vatninu. -- 16 Rímnakvæði -- Bjartur kastar sér af dýrinu og er viss um að hér hafi Kólumkilli verið á ferð

105. Hann vindur fötin sín en er öfugu megin við ána og þarf að labba í 15 tíma til að komast til mannabyggða.

106. Hann er að drepast úr kulda en bölvar, bítur á jaxlinn og fer með rímur.

107. Bjartur grefur sig í fönn og passar sig að sofna ekki og fer með klámvísur til þess.

108. Klámvísur

109. b

110. Hann berst af mikilli hörku í gegnum hríð og kulda í sólarhring til næsta bæjar

111. Fólkið gefur honum að drekka og reynir að hlúa að honum.

112. Bjartur segist heldur vilja deyja en að missa kindurnar sínar.

113. -- 17 Heimkoma -- Bjartur kemur heim og kallar á konu sína en fær ekkert svar. Hann heldur að hún sé kannski veik eftir barnsburðinn og mokar frá bæjardyrunum með höndunum. Hann finnur Rósu liggjandi á gólfinu alblóðuga.

114.Hún var dáin en barnið lá undir hundinum, hann hafði haldið í því lífinu. Bjartur reyndi að þrífa lík konu sinnar en það var stirnað. Hann kveið því að þurfa að biðja aðra um að hjálpa sér með barnið. Hann ætlaði að borga það sem sett yrði upp.

115. -- 18 Útirauðsmýri -- Bjartur kom að ÚtiRM og byrjar að tala um kindur, rollurnar hans voru þar.

116.Hann fær að borða og segir fréttir af ferðalaginu

117. Hann segist þurfa að biðja þau hreppstjórahjónin um dálítið, honum er þá boðið inn til hreppst.

118. Bjartur er snyrtilegri í klæðaburði en hreppstjórinn

119. Hreppstjórinn talar niður til Bjarts og hann þolir það ekki

120. Hann segist hafa farið að leita að kindinni

121. Hann segir þeim að Rósa sé dáin

122. Hann Bjartur reynir að komast að því hver sé faðir barnsins

123. Frúin segist endilega vilja hugsa um barnið -- 19 Lífið -- Guðný ráðskona fer með Bjarti til að hugsa um barnið.

124. Guðný reynir að koma lífi í barnið og Bjarti líst ekkert á aðfarirnar. Hún rekur Bjart niður og vill ekki sjá hann.

125. Hann vaknar morguninn eftir við barnsgrátur, og segist ætla að feðra barnið. Og það á að heita Ásta Sóllilja.

126. Hann þarf að fara að redda jarðarför og presti og biðu Guðnýu um að baka og laga kaffi fyrir erfidrykkjuna. -- 20 Erindagerðir -- Bjarti er boðið að hætta búskap í Sumarhúsum og að setja barnið í fóstur á Útirauðsmýri

127. Bjartur fer í heimsókn til séra Guðmundar sem hann bar virðingu fyrir vegna þess að hann átti svo gott sauðkindarkyn

128. þeir spjalla

129.Bjartur vill kaupa hrút af Guðmundi

130. þeir fá sér kaffi

131. Bjartur er að velta fyrir sér hvað hafi orðið um Gullbrá

132. Bjartur biður prestinn að jarða Rósu. Prestur segist getað reddað honum aðra konu.

133. Bjartur vill að prestur haldi ræðu í jarðarförinni en það vill prestur ekki.

134. Prestur vill meina að það búi ókristilegt fólk í þessari sveit.

135. Bjartur spyr Guðmund hvort þetta hafi verið satt þegar hann sagðist geta reddað honum konu

136. Bjartur skoðar konuna og mömmu hennar

137. þær muna eftir því þegar Bjartur gisti hjá þeim um árið

138. þær tala um draugaganginn sem á að vera í Sumarhúsum

139. -- 21 Líkmenn -- menn koma til jarðarfarar, þar á meðal pabbi Rósu

140. Einar í undirhlíð rétti Bjarti erfiljóð eftir Rósu en Bjartur er ekki hrifinn

141. kallarnir tala um orma í hundunum og lyf við þeim. Þeir þurfa að hittast og láta hreinsa hundana

142. Þeir tala um það yfirvöldin séu góð og ekki síst þeirra alþingismaður, Finsen læknir

143. Þeir tala um að lyf séu dýr, Einar þurfti að selja kúnna sína og eitthvað að kindum fyrir lyf handa móður sinni

144. Ólafur í Ystadal segir að hvolpar geti synt eftir að búið er að skera af þeim hausinn, og það sé í eðli ungra barna að synda

145. Kaffið kemur og meðlæti, kallarnir borða vel.

146. Pabbi Rósu vill lesa úr Passíusálmum í jarðarförinni

147. Hann reynir að syngja en getur það illa, tannlaus og lamaður af sorg. Hann grætur þegar farið er með faðirvorið

148. Hér er spáð í því hversvegna Guð getur látið menn kveljast svona, lítið að éta og alltaf í skuld. Kistan er sett á hest. -- 22 Moldargangar -- Komið var á Útirauðsmýri með líkið eftir langa för.

149. Frúin er með kvef og kemst ekki í athöfnina. Prestur talar illa um sauðkindina segir að hún sé bölvun íslendinga.

150. Presturinn er þurr á mannin í líkræðunni og líkið er sett í jörðina.

151. -- 23 Eftirmæli -- “ljóð”

152. -- 24 Frostsins Eldur -- Bjarti finnst gaman að vera á leiðinni heim til sín

153. Finna situr með hvítvoðunginn á hnjánum á meðan sú gamla er að dunda í húsinu. Bjartur hefur ekki sofið vel eftir að hann lenti í öllum þessum hrakningum

154. Fólkið fer að sofa, sú gamla fer með galdraþulu til að hræða burtu drauga.

155. Skuldlaust bú

156. ...

157. -- 25 Vetrarmorgunn -- Talað um börn sem deyja

158. Barn að tala við ömmu sína um dauðann

159. Talað um búsáhöld, þeim er líkt við menn og konur í sveitinni

160. Drengurinn dreymir matarkrásir og peninga, en vaknar alltaf og kemst ekki aftur í draumalandið

161. Drengurinn var hræddur við hrútinn sem séra Guðmundur átti. Hann heyrði búsáhöldin tala saman á nóttunni

162. Hann heyrði að dýrin vöknuðu þegar líða tók á morguninn

163. Amma hans kunni mikið af sálmum,

164. Öndvert rúmi hjónanna sváfu eldri systkinin þrjú, Ásta Sóllilja, Helgi og Gvendur

165.mamma hans byrjar að stynja sáran og amma fer að sjóða vatn.

166. Í gær hafði faðir hans borið litla barnið niðrí sveit til að grafa það

167. Húsið er fullt af reyk því mórinn og hrísið er svo lélegt eldneyti

168. Mamma hans dreymdi að huldukona hefði sagt “nonni á eftir að syngja fyrir allann heiminnn.”

169. Það er erfitt að vekja Ástu Sóllilju

170. Ásta er 13 ára

171. Gamla konan heitir Hallbera

172. Nonna finnst Ásta vera óæðri vegna þess að hún er kona -- 26 Dagur -- morgunmatur

173. Mamma átti líka barn um miðjan vetur í fyrra

174. Nonna grunar að meðölin sem mamma hans fær séu ekki að gera henni gott og pabbi hans vilji bara hafa mömmu hans í rúminu.

175. Nonni er í sínum eigin hugarheimi

176. Amma fer með ljóð

177. Ásta sefur yfir prjónunum

178. Amma segir honum draugasögur

179. Hreppstjórinn kemur í heimsókn

180. Hreppstjórinn og Bjartur spjalla Hreppstjórinn skoðar Ástu Sóllilju

181. Bjartur segir að hann sé búinn að borga fyrir jörðina og hreppstjórinn spyr hann af hverju hann sé þá alltaf að jarða í sinni jörð fyrst Bjartur eigi nú jörð sjálfur. Hreppstjórinn spyr af hverju hann sé ekki búinn að kaupa sér kú. Bjartur segir að það sé betra að vera skuldlaus

182. Hreppstjórinn vill að Ásta komi til sín til að læra eitthvað en Bjartur vill ekki að hún sé að læra einhverja þvælu

183. Hreppstjórinn segir að sýslumaður kynni að ganga í málið, en Bjartur segir að þau séu sjálfstætt fólk þarna á heiðinni. Hreppstjórinn býður honum kú 7 vetra, en Bjartur vill ekki sjá hana. En þá rís konan hans, Finna, upp í rekkjunni og segist vilja kú.

184. Konan heitir Guðfinna Þórarinsdóttir og á mikið af meðulum Borið er fram kaffi

185. Hreppstjórinn segir að kaupmaðurinn sé að græða mikið á bændunum, en Bjarti er alveg sama meðan hann stendur í skilum. Bjartur segir að hreppstjóri græði mikið á þeim rollum sem hann selur í Vík. Hreppstjóri verður brjálaður og segist vera kaupa þessar rollur af bændunum þeim til hjálpar.

186. Hreppstjóri segist stöðugt vera að hjálpa þessum ræflum með hvaðeina og segir að Finnsen og kaupmaðurinn séu lélegir þingmenn.

187. Hann ætlar að fara en gefur Ástu tvær krónur, en lítur ekki við strákunum. Segir að beljan verði ódýr og einnig heyið ofaní hana. -- 27 Kvöld -- Ásta tekur af borðinu eftir matinn og er ótrúlega tileygð, hún vill fara að læra en Bjartur segist ekkert hafa lært fyrr en undir fermingu.

188.Hún segist ekki vilja læra rímur eins og Bjartur vill kenna henni, hún vill læra kristindóm. Hún vill fara að ÚtirauðsM. Og læra en Bjartur segir að hún megi gera það þegar hann sé dauður.

189. Hann segir að mamma hennar hafi frekar dáið en að fara að ÚtiRM.

190.Hann segist ætla að taka hana með í kaupstaðinn. Honum þykir greinilega mjög vænt um hana

191. ...

192. Ljóð á síðunni

193.Bjartur kennir Ástu Jómsvíkingarímur. Bjartur segir að það sé klám í þessum Jómsvíkingarímum

194. Hún vildi heyra um kvennafar, þá sló Bjartur hana utanundir

195. þegar allir eru sofnaðir þá er Bjartur einn að kveða rímur.

196. -- 29 Sækýrin -- Krakkarnir eru úti að leika sér í snjónum þegar þau telja sig hafa séð kú. Bjartur vildi ekkert af þessu vita, vildi sko ekki gefa henni að éta.

197. Kúin var send frá hreppstjóranum og var sett við hliðina á hestinum.

198. Bjartur segir að hreppstj. Geti sótt peningana fyrir kúna á morgun og vill ekkert skulda honum, sjálfstæður bóndinn. Öllum líkaði vel við kúna nema Bjarti. Allt fór að ganga betur þegar voraði

199. Guðfinna reis úr rekkju eftir vetrarveikindin og fer strax að þykja vænt um kúna.

200. Hestinum var illa við kúna.

201. -- 30 Stórmenni -- Hreppstj, kemur í heimsókn með börnin sín. Ingólf Arnarson fulltrúa og Auði hina fögru, tvítuga og nýmenntaða.

202. Auður vildi helst ekki fara inn í bæinn og alls ekki setjast í rúmin, því þar var svo mikið af lús.

203. Hreppst vill endurgreiða Bjarti kýr verðið því að kvenfélagið borgaði fyrir kúna. Bjartur er mjög reiður yfir þessu og vill ekki að neinn sé að vorkenna sér. Allir eru að tala um að fólkið líti betur út eftir kúin kom.

204. Hreppst segir frá að verið sé að stofna samvinnufélög á Íslandi, kaupfélög

205. og segir frá því að kaupmaðurinn sé að borga alltof lítið fyrir afurðir bændanna.

206. Bjartur segir að börnin hans séu hraustleg ekki síður en þeirra sem eigi peninga.

207. Ingólfur segir að menn séu að mynda flokk sem hugi að kjörum bænda

208. Bjartur segist ekki vilja svíkja kaupmannin sem hann er búinn að versla við í áratugi

209. Bjartur segir að peningurinn sem hreppst gaf Ástu Sólilju hafi týnst ofaní dý. -- 31 Um saung -- Kúnni er hleypt út um vorið

210. Bjartur hatar kúna

211. Kúin reynir að strjúka

212. ...

213.Maður sem er í vandræðum með greiðslur við kaupmanninn hittir huldumann

214. Hann heyrir söng úr álfaborg

215. ...

216. -- 32 Um heiminn -- Jónsmessunótt, Ásta á að fá að fara í bæinn næsta dag og sjá heiminn.

217. Hún fer í fína kjólinn

218. Hún vaknar um morguninn þegar þau ætla í bæinn og klæðir sig í sitt fínasta púss.

219. Hún fær að sitja í ullarkerrunni á leiðinni í bæinn

220. Hún sér sjóinn

221. Hann segir henni að hinu megin við hafið séu lönd, henni finnst æðislegt að koma í bæinn, mörg hús og margt að sjá

222. Hún kemur í búðina og dáist að öllum vörunum sem til eru og öllum fallegu hlutunum.

223. Þau fara á skrifstofuna og ræða um þetta nýja félag sem allir eru að tala um

224. Bjartur hefur litla trú á þessu nýja samvinnufélagi

225. Kaupmaður gefur Ástu vasaklút og hún fær líka að taka út hálsmen. Bjartur spyr hvort ekki sé hægt að kaupa hér bækur, helst Örvaroddssögu.

226. Kaupmaður segir að það sé úrelt bók og byrjar að sína Ástu nýtískubækur.

227. Bók um samband vekur athygli hennar. Bjartur keypti söguna um Mjallhvít

228. Þau fara í vershúsið til gistingar þar voru m,a, fullir menn

229. Menn rífast um hvort sé betra kaupfélagið eða verslun Bruna kaupmanns

230. Mennirnir rífast meir og annar segir að kona hins hafi verið að halda framhjá honum. Þeir fara að slást

231. Ásta grætur af ótta eftir átökin. Þau feðginin sofa í sömu rekkju til að spara pening

232. Hún getur ekki sofnað á þessum ókunnunga stað

233. Hún snýr sér að Bjarti af því að henni er svo kalt. Hann er ekki sofandi heldur, hann hreyfir hendina og snertir “líf hennar.”

234. Alltíeinu stendur hann upp ,klæðir sig og fer út.

235. Hún er alveg miður sín og heldur að hún hafi gert eitthvað rangt Hún fór út líka og labbaði um bæinn

236. Pabbi hennar sækir hestinn. Hún dettur og rífur kjólinn sinn. Þau fara heim

237. Hún gat lítið borðað og ældi svo. -- 33 Kúgun mannana -- Bjartur fær sér kaupakonu, hún var alltaf rífandi kjaft sérstaklega við yfirmenn sína

238. Kaupakonan heitir Fríða hann átti að borga henni nokkrar konur á viku og helminginn í ull

239. Kaupakonna talar stanslaust en fólkið á bænum var ekki vant því að tala mikið. Hún talar illa um mikilmennin í sveitinni. Enginn nennti að hlusta á hana nema Nonni litli

240.Talað um ævintýrið Mjallvhíti

241. Börnin eiga erfitt með að vakna, það er eins og þau séu alltaf veik, þau eru með tannpínu

242.“ þegar heiðskírt var geymdist alræðisvald örvona stritsins stund og stund í birtu sólarinnar”

243. Fríða finnst illa farið með sig. Segir að henni sé holað niður af hreppnum ár eftir ár.

244. Strákarnir á bænum átta sig á því að þeir lifa engu sældarlífi á bænum eftir að vera búnir að hlusta á rausið í Fríðu

245. Ásta fær að fara heim til að elda, henni finnst það gaman

246. Allir eru að vinna úti á engjunum að slá í grenjandi rigningu, Bjartur segir að þetta lið eigi ekki að vera væla þó það sé rigning

247. -- 34 Stórviðburður -- Maður kemur og er að skoða landið á hesti

248. Bjartur spyr mannin hvað hann sé að vilja á sínu landi

249. Maðurinn spyr hvort að hann megi veiða þarna geng greiðslu

250. Bjartur samþykkir það

251. Kúin eignast kálf

252. Öllum finnst kálfurinn vera sætur nema Bjarti sem vill drepa hann strax

253. Kúin er upptekin af kálfinum

254. Þegar þau vakna á Sunnudagsmorgni er Bjartur búinn að skera kálfinn og fer með skrokkinn til kaupmannsins. Kúin baular mikið og er að leita að kálfinum

255. -- 35 Gesturinn -- maðurinn kemur í bæinn og býður uppá nýveiddann fisk og fugl

256. Hann skellir silungi í pott og reykir pípu

257. Ásta er skotinn í manninum. Bjartur lætur senda gestinum mjólk, Ásta fer með mjólkina. Þurrkur í 3 daga

258. Gesturinn býður Ástu og Nonna uppá steik

259. Börnin segja að það sé ekki til neitt smjör á bænum af því pabbi þeirra vill ekki kaupa strokk. Hann vilji bara hafa fé.

260. Gesturinn spjallar við börnin

261. Hann spyr hvort börnin kunni eitthvað

262. Maðurinn fer eitthvað um kvöldið

263. Bjartur spyr gestinn hvort hann kunni að byggja, því hann sér að spái í að fara að byggja

264. Gamla konan spyr gestinn hvort hann kannist eitthvað við systur sína, því hún hafi verið fyrir sunnan eins og hann

265. Gesturinn kveður fólkið og fer

266. -- 36 Bygging -- Jón hreppstjóri og sonur hans Ingólfur stofna kaupfélag.

267. það er samkeppnin á milli Bruna kaupmanns og kaupfélagsins Bjartur kaupir af Bruna timbur og járn.

268. Maður kemur inn í bæinn með kippu af fugli og fiski. Ásta lítur á hann og hægra augað verður einkennilega skírt

269.það er byggður nýr ærkofi með járnþaki, og fjós fyrir kúna og hestinn niðri í bænum

270. Þeim feðgum af Rauðsmýri dettur í hug að stofna sparisjóð í bænum

271. Fólk lætur sig dreyma um ýmsa hluti

272. -- 37 Eitt smáblóm -- Bjartur setur heldur mikið af fé á um veturinn sérstaklega vegna þess að nú er hann með kú. Húsmóðirin og mamma hennar eru veikar í lungunum vegna þess að í húsunum er alltaf reykur

273. Guðfinnu þykrir mjög vænt um kúna og börnunum líka vegna þess að kúin gefur af sér mjólk, Bera gamla fær líka mjólk. Ásta er orðin 15 ára og er þroskuð og heilsuhraust, og hin börnin eru líka laus við lasleika og pestarslen

274. Ásta er farin að læra undir fermingu. Bjartur er ekki hrifinn af nýja prestinum því hann veit ekkert um kindur. Prestur vill að börnin fari frammí sveit að læra, en Bjartur segir að þau þekki hverja þúfu á sínu eigin landi

275. ein kindin er blóðug á hausnum, það er búið að marka á henni eyrun

276. það er farið að vora og Nonni segir að það sé útsprungin fífill úti á hlaði

277. svo kemur hríð aftur og Bjartur hefur mikla áhyggjur því hann á ekki nóg hey. Kindurnar eru með orma.

278. það kemur mikið páskahret

279. -- 38 Stríðið -- það var mjög lítið hey eftir og ekki nóg bæði fyrir kindurnar og kúna “svona fylgir hríðardögum vorsins mikil alvara í litlum bæ í dali” Pabbi vaknaði vansvefta og móðirin útgrátin

280. Kýrin vildi ekki sjá að borða myglað hey. Kindurnar voru orðnar máttlausar undan næringarleysinu. 3 varð Bjartur að skera og grafa

281. Kindurnar deyja fleiri og fleiri. Bjartur reynir að gefa þeim rúgbrauð

282.Finna biður Bjart að fara og fá lánað hey handa kúnni. En Bjartur segist aldrei ætla að gera það, hann ætli að skera hana því hún sé að drepa kindurnar með því að éta frá þeim heyið. Finna segir að ef hann ætli að skera kúna þá sig fyrst

283. -- 39 dauðinn á vorin -- 25 kindur dauðar og Bjartur þekkti þær allar og þótti vænt um þær kindurnar eru með slæma ormapest.

284. Gestir koma. Fannbarin stúlka kemur upp á loft og hlær með sínum heilbrigðu tönnum. Bjartur vill að henni sé gefið kaffi

285. yngst dóttir Þóris í Gilteigi hafði eignast barn í lausaleik. Allir bændurnir höfðu misst margar kindur. Auður hefur áhyggjur af því að missa af skipinu

286. Auður er þarna um nóttina en vill ekki leggjast í rúmin. Hún vill fara um leið og hríðinni slotar

287. Auður er að fara suður að gifta sig og er orðinn ólétt. Bjartur vekur Helga og segir að hann þurfi að nota hann, brýnir hnífinn.

288. Bjartur rekur kúna út til að skera hana. Guðfinna er lömuð af sorg.

289. ERFIÐIR TÍMAR

290. ...

291. -- 40 Á bæjarhellunni -- Mamma er dáinn og strákarnir tala um hvort að veturinn verði nokkuð svona langur aftur

292. Presturinn talaði lengi í jarðarförinnni

293. ...

294. ...


295.Strákarnir tala um það þegar mamma þeirra dó

296. Strákarnir vilja strjúka

297. þeir tala um hvort að huldufólk sé til og hjálpi mannfólki

298. þeir tala um kólumkilla hinn illa

299. -- 41 Rottugangur --

300. það er færra fé núna eftir fellirinn um voriðEin kindin er dauð, föst í stiganum. Börnin fara út með föður sínum með kindina

301. á þriðja morgni gengur hann fram og þá er búið að hengja eina kindina. Hann þarf að fara frammí sveit, hann er orðinn hræddur um að draugagangur sé kominn á bæinn

302. Hann hittir Ólaf í Ustadal og Ólaf í Undirhlíð og biður þá að selja sér fresskött.

303.Kötturinn og gamla konan ná saman -- 42 Vinstri vangi --

304. Ásta er þvo sér og Bjartur horfif á hana

305. Bjartur biður Ástu um að snúa að honum hægri hliðinni því honum finnst sú vinstri ekki álitleg

306. -- 43 Samtal við æðri öfl -- harður vetur ,, nóg hey

307. Þegar Bjartur kemur út í fjárhús einn morguninn þá eru 10 kindur dauðar, búið að drepa þær á margan hátt, skera og berja. Hann biður Kólumkilla og frillu hans Guðvöru að koma og berjast við sig

308.Börnin horfa á þegar Bjartur setur hausana af dauðum ánum uppá fjárhúsin og spyr svo Helga hvort hann hafi séð einhvern í kringum húsin. Helgi játar því og segist hafa stundum séð dreng klæddann eins og kellingu

309.Hann segir að hann hafi verið með eitthvað sem lítist prestskraga. Hann óttast að þetta gæti brotið bæinn eins og gerðist árið 1750

310.Hann segir að þessi öfl geti komið og reynt það sem þau vilja

311. -- 44 að gánga -- Gestir koma og vilja fræðast um draugaganginn

312.ýmsar sögur um drauginn

313. presturinn er beðinn um að koma og særa draugs út eftir að strákarnirn höfðu sagt að hann myndi brjóta bæinn um jólin. Margmenni kemur til að fylgjast með því þegar prestur kemur

314. ...

315.Fólkið syngur sálma og gleðisöngva.

316. -- 45 Um sálina -- Bjartur vill gefa presti tvo lambhrúta

317. ...

318. Ólafur i Ystadal segir að hann losni aldrei úr skuldum jafnvel þó hann hamist í þessu basli í 3000 ár

319. Þeir ræða hvort að hið illa sé til

320. Þeir spyrja prestinn hvort að hann trúi öllu því sem stendur í Biblíunni

321. Prestur segist trúa því að Jesú hafi reist Lasarus upp frá dauðum

322.Bjartur segir fólkinu að koma sér út og segist ekki þekkja þá þó þetta séu hans bestu vinir.

323. -- 46 Réttvísin -- Bjartur ætlaði sko ekki að gefast upp þrátt fyrir fjárskaðann og draugaganginn

324. Hreppstjórinn kemur og ætlaði að hitta sýslumannin og rétta yfir einhverjum en sá síðarnefndi kom ekki

325. Hreppstj segir að þetta sé ekkert vit að búa í sumarhúsum. 2 konur dauðar og börnin líti ekki vel út

326. Allt er fullt af kjöti í Sumarhúsum því enginn vill kaupa farikjöt

327. Hreppst segir að Ásta sé með munnlagið hennar mömmu hans

328. Hreppst talar við Beru gömlu og vill að sýslumaður skipi Bjarti úr Sumarhúsum með fógetavaldi

329. Bera gamla vill að Nonni litli fái að koma með sér ef að bærinn verði tekinn upp

330. -- 47 Hægri vangi -- mikið kjöt á bænum

331. Jólin eru komin. Sú gamla skefur úr eyrunum

332. Elsti bróðirinn týndist nokkrum dögum fyrir jól. Ásta er að þvo sér og kallinn að horfa á

333. Hún grét alla nóttina þegar bróðir hennar hvarf hann kallar á hana og vill tala við hana

334.hann segist ætla að fara og koma ekki aftur fyrr en um páska. Hann ætlar að byggja sér hús og sýna öllum að hann sé ekkert að gefast upp. Hún eiga að stjórna. Hún fer að gráta

335. Bjartur skilur ekkert af hverju hún er að væla. Hann sem sagðist ætla að byggja hús hún vill ekki að hann fari enda er hún skíthrædd við drauginn.

336. Hann ætlar að fara að vinna fyrir peningum og kaupa fleiri kindur.

337. -- 48 Ó púra oftími -- Fyrst deyt elsti bróðirinn og svo fer pabbinn stuttu eftir jólin, börnin eru illa sett ein á heiðinni

338. Gvendur vill hjálpa pabba sínum að byggja upp búið og fjölga kindum og beljum, Nonni vill komast burt

339.Bræðurnir fá sér tóbak sem þeir höfðu stolið í húsinu

340. ...

341.Ásta spyr ömmu hvenær næstu hátíðir komi

342. -- 49 Betri tímar -- Maður kemur að bænum. Þetta er greinilega kaupstaðarbúi og fyrirmaður

343. Hann var veikur og gat ekki gengið beinn. Hann var sendur af Bjarti til að kenna krökkunum, þetta var kennari.

344. ...

345. Ásta gefur honum kaffi og brauð og ofaná það sem þótti algjör lúxus á þessum bæ.

346. Túliníus Jenssen kaupmaður flutti burt um síðustu jól. Ingólfur Arnarsson er talinn fulltrúi bændanna og bjargvættur undan einokunarverslun.

347. Bjartur á að fá vinnu utanbúðar við kaupfélagið. Kennarinn heldur að nú komi betri tímar fyrir alla

348.Kennarinn sínir þeim bækurnar

349. Krökkunum finnst tíminn líði hratt þegar að kennarinn er að sýna þeim myndir í bókunum

350. ...

351. þeim finnst kennarinn vera æðislegur, enda gerist ekki mikið þarna, og pabbi þeirra góður að senda þennan mann

352. Ástu dreymir illa

353. hún hrekkur upp en sér að allt er í lagi -- 50 Skáldskapur --

354. Ástu er líst eins og eina blóminu á heiðinni innanum 100 000 steina

355. Kennarinn sýnir Ástu nýja leið til þess að lesa og njóta ljóðanna

356. ljóð og skilningur Ástu á þeim

357. ...

358. -- 51 Guð -- Krakkarnir læra kristinfræði

359. Ásta varð fyrir vonbrigðum með Guð

360. Ásta spyr af hverju Guð léti syndina koma inní heiminn, fyrst hann skapaði hann.

361. Ásta óttast að honum sé farið að leiðast hjá þeim

362. Gamla konan fer að spyrja kennarann af hverju hann sé orðinn svona þunglyndur. Hann er að bíða eftir hóstameðali frá Finnsen

363.Hann segist verða að fara sjálfur eftir meðalinu ef enginn kemur með það. Hann snertir hana og hún stendur fljótt upp

364. -- 52 Óskastundin -- Meðalið kemur og kennarinn gleðst. Krakkarnir fóru snemma að sofa til þess að leyfa kennaranum að njóta meðalsins.

365. Kennarinn er vakandi um miðja nótt og fer með kvæði

366. Hún skilur ekkert afhverju hann er að fara með þessi kvæði fyrir sig

367. Kennarinn leggur áherlur á atkvæði í ljóðunum sem maður gerir bara fyrir einhvern í trúnaði

368. Hún ríkur framúr eftir eina vísuna og kveikir ljós, og sér að kennarinn er orðinn full frískur

369. Kennarinn er fullur og segir krökkunum að allar þeirra óskir munu rætast

370. Kennarinn skrifar vonir Nonna litla á bréf og vill að það verði sent í bæinn í þeirri von að óskirnar rætist.

371. Hann rak drengina í rúmið aftur,” seildist til lampans, slökkti ljósið, og tók Ástu Sóllilju.” -- 53 Hið óumflýjanlega -- Svona voðalegt mátti aldrei koma fyrir aftur

372. Ástu líður hræðilega.

373. ...

374. Hún hugsar með sér að hún geti aldrei sagt pabba sínum frá þessu og kennir sjálfri sér um.

375. Kennarinn liggur nakinn í rúminu og klukkan hennar við hliðina á honum

376. Hún færir honum kaffi og hefur áhyggjur af honum

377. Kennarinn biður til Guðs að hjálpa sér því hann er búinn að gera hræðilega hluti

378. Hún segir að hann megi gera þetta aftur ef hann vill og pabbi hennar fái aldrei að vita af því. -- 54 Þegar maður á lífsblóm -- Bjartur kemur heim í landið sem hann hafði keypt.

379. Bjartur hafði tapað öllu þegarBruni fór á hausinn

380. Bjartur talaði við sýslumann og bað hann að innheimta það sem hann átti inni hjá Bruna

381. Sýslumaður segist ekkert geta gert, þá segir Bjartur honum að fara til andskotans,. Sýslumaður segir að hann hafi oft verið hlunnfarinn sjálfur

382. Bjartur þrælaði fyrir Rauðsmýringa í 30 ár og nú þarf hann að fara að versla við þá

383. Hann biður um vinnu hjá Ingólfi vegna þess að hann hafi verið svikinn af Bruna kaupmanni

384. -- 55 Hörpudagar -- Ásta er farin að ganga álút og yrðir helst ekki á neinn

385. Lík kemur úr ánni þegar snjóa leysir

386. Það var ekki hægt að þekkja líkið það var svo illa farið. Bjartur kastaði að því vettlingi því það var talið vita á slæmt að ganga burt frá líki án þess að gefa því nokkuð. Síðan talaði hann ekki um það meir.

387. -- 56 Stóra systir -- Ásta er úti á túni og grenjar, Nonni spyr hvað sé að hjá henni,

388. hún segir að hún vilji eitthvað en hún viti ekki hvað það er

389. Nonni spyr hvað það er sem hún óski sér. Það er ástin segir hún, hann fann til með henni

390. -- 57 Drengurinn og löndin -- Maður kemur með bréf til Bjarts. Bjartur les það en segir engum hvað stendur í því

391. Sóla á að fara að fermast

392. Bjartur segir að Nonni eigi að fara til ameríku, þar sé gott að vera fyrir sjálfstætt fólk

393. Nonni hugsar um nýja heiminn.

394. ...

395. Amma ákveður að gefa Nonna gullin sín að skilnaði. Klút og eyrnaskefilinn

396.Amma bað hann um tvennt, aldrei að rífa kjaft og aldrei að hrekkja dýr

...........................58 Rauðsmýrarfrúin bíður ósigur

397. Kona hreppstjórans og Ásta koma heim að sumarhúsum

398. Þau setjast á þúfur og nú á að ræða alvarleg mál

399.Bjartur talar bara um kindur

400. Frúin talar um að Ásta hafi verið slöpp alveg eftir að hún kom á Mýri. Verið óglatt og alltaf grátandi

401. Frúin segir Bjati að Sóla sé ólétt. En Bjartur vill ekki trúa því.

402. Hún segist hafa varið hann þegar hreppsnefndin vildi leysa upp heimlið, konurnar og börnin dóu hvert af öðru, en hún geti það ekki lengur. Drengurinn hans hafi dáið og sjálfur hafi hann farið að vinna og sent alræmdan drykkjuhrút til að sitja yfir börnunum sérstaklega henni Ástu sem er orðinn fullvaxta stúlka. Bjartur segir að Ásta Sóllilja sé undan þeim Rauðsmýringum. Frúin hafi komið því þannig fyrir að Bjartur fékk jörðina ef að hann tæki konuna að sér ólétta, til þess að barnið fæddist ekki á Útirauðsmýri og allir fréttu hvernig allr var komið.

403. Það var hún sem laug að öllum í brúðkaupi Bjarts þegar hún var búin að pranga inn á hann fóstrinu sem sonur hennar átti. Bjartu segist vera búin að hugsa um börnin sem þeir á Mýri eiga, nógu lengi. Nú geti þeir hugsað um þau sjálf og gengur burt.

404. Hún sat eftir og hafði beðið ósigur

405. -- 59 Það er ég --

406. Bjartur slær Ástu utanundir og segir henni að koma sér út og hann sé feginn að það sé ekki blóðdropi úr hans ætt í henni, hún geti alið hórbörnin sín annarsstaðar. Hún var feginn því hún hafði kviðið því hvað hann myndi gera

407. loksins er sannleikurinn kominn í ljós, líf hennar er búið að vera lygi fram að þessu. Hún fer og lítur ekki einu sinni á bæinn

408. Hún er á heiðinni þegar veðrið fór að versna og hún verður hrædd

409. Hún er farin að sjá sýnir á heiðinni. Bjartur vaknaði nokkrum sinnum um nóttina til að gá að kindum

410. ...

411. ...

412. -- Veltiár --

413. -- 60 Þegar Ferdinand var skotinn -- Heimstyrjöldin hófst þegar Ferinand var skotinn og þá vænkast hagur íslendinga.

414. Einar Bjartur og Krúsi á Gili ræða styrjöldina og að nú vilji evrópubúar kaupa af okkur fisk.

415.Bjartur segir að sér sé andskotans sama þó að þetta lið sé að drepa hvort annað og eyðileggja borgir hvort fyrir öðru

416. menn hafa áhyggjur af því að hermenn kynnu að misnota dætur þeirra, en Bjartur segir að flestar konur vilji láta nauðga sér

417. Bjartur vill að þeir haldi áfram að drepa hvorn annan sem lengst, því kjötið og ullin séu farin að stíga.

418. ...

419.Fjallkóngurinn skilur ekki af hverju þessir menn séu í stríði, Frakkland og Þýskaland séu eiginlega sama landið -- 61 Trúmál -- vegna stríðsins fæst miklu meira fyrir afurðirnar og menn eru farnir að geta leyft sér ýmisegt

420. Þeir eru farnir að geta keypt sér ýmsa hluti sem áður voru munaðarvara ríka fólksins. Bjartur var komin með 250 ær, 2 kýr 3 hesta, kaupamenn og konur, ráðskonu á vetrum og vetrarmann.

421. Gamla konan lifði áfram á sinn sérkennilega hátt. Kaupfélögin styrkjast og hagur bænda eykst

422. Blöð fyrir sunnan eru farin að tala um að bændamenningin sé dásamleg og þetta sé fagurt og gott

423. Bjartur styður Ingólf Arnarson Jónsson sem er á þingi. Bændur voru búnir að mynda flokk gegn auðvaldinu. Ingólfur fékk það í gegn að vegur var lagður um sveitina

424. Bjartur spyr vegavinnu menn hvort að þeir geti búið til legstein

425. hann vill reisa Gunnvöru legstein

426.hún sem var búin að vera atyrt um óratíma -- 62 Aðgöngumiðar -- Gvendur litli er orðinn stór. Mýkri um hjartað en pabbi hans. Menn eru farnir að tala um Bjart sem óðalsbónda

427. Það er upplausn í þjóðfélaginu. Fólk er farið að elta peninga

428. Hreppstjóri og Bjartur spjalla

429. Hreppst spyr hvort Bjartur ætli að byggja. Svo vill Hreppstj selja honum Útirauðsmýri fyrir 70.000 kr.

430. Bjartur segir Gvendi að það sé jörðin sem sé miklvægust því á henni lifa kindurnar Guðmundur Guðbjartsson fær bréf frá Ameríku.

431. það eru tvö hundruð dollarar svo Gvendur geti farið til Ameríku.

432. Bjartur er ekki hrifinn af þessu Ameríkurugli. En strákur vill fara og gerast smiður. Bjartur segir að smiðir séu flökkumenn.

433. Bjartur segist ekki ætla að leyfa honum að fara en strákur segist ætla að fara samt, orðinn 17 ára og má ráða sér sjálfur. Hann vill fara og skoða eitthvað annað.

434. Bjarutr segir að hann þurfi ekki að sjá heiminn. Sumarhús séu heimurinn. -- 63 Grettur vakir -- Bjartur yrðir ekki á son sinn eftir þetta

435. Gvendur segist ætla að fara á morgun og býður kallinum að kaupa kindurnar hans, sem hann vill ekki og þá ætlar hann að gefa Ástu þær. Hann kveður ömmu og pabba sinn, bjarur lítur ekki upp úr skurðinum en segir vertu sæll

436. Þannig missti Bjartur sitt síðasta barn. Bjartur biður Gvend að segja Ástu vísur sem hann orti.

437. Bjartur talar um að hann muni fljótlega byggja. -- 64 Samtal um draumalandið -- Nú er farið að ganga vel í Ameríku

438. Gvendur fer til bæjarins og kann sig illa í þessum aðstæðum. Hann heimsækir Ástu sem er núna vinnukona hjá útvegshjónum, og á 5 ára stelpu.

439. hún segist hissa á því að hann vilji fara til Ameríku, hann segir að pabbi hann sé ekki ekki frjáls þó hann sé harður.

440.hún segir að hann eigi aldrei eftir að losna við Bjart í sumarhúsum

441. Hún segir að það sé afl í heiminum sem stjórni Bjarti, sem lætur mann þræla eins og kvikindi alla tíð og fara á mis við allt sem lífið hefur upp á að bjóða. Hún vill ekki þiggja kindurnar hans Gvends. Í fyrra hafi voldugasti maður sýslunnar komið og sagt að hún væri dóttir hans og boðið henni að sjá fyrir henni og dóttur hans. En það vildi hún ekki. Hún segist vera sjálfstæð.

442. Hann ber henni kveðjuna frá Bjarti. Og fór með vísurnar.

443. Hún segir að hún sé trúlofuð manni sem elskar hana og hrekur hana aldrei frá sér. --65 Amríka --

444.Gvendur hittir stelpu sem vill koma með honum til Amríku, þetta er barnabarn hjónanna á Mýri, Þau ríða saman á hestum

445.þau detta af baki

446. ...

447.þau tala um Nonna bróður Gvendar í Amríku

448. Gvendur er hrifinn af stelpunni og er ákveðinn í að koma til baka

449. þau ríða saman á heiðina

450.þau spjalla saman um svani og ástina

451.þau kyssast. Hún rýkur af stað en hann á erfitt að elta hana á ótemjunni. Klukkan er orðin seint og hann hefur áhyggjur af því að komast ekki í bæinn fyrir morguninn.

452.hann er orðinn svangur og þreyttur.

453. hesturinn vill ekki fara austur þegar hvíti hesturinn er farinn vestur. Hann hugsar um Ameríku, en ástin er betri en Amríka. Hann var búinn að týna Amríku eins og Leifur heppni. -- 66 Stjórnmál --

454.Ingólfur Arnarson var oft að kaupa kot í nauðum og selja öðrum sem voru jafnvel í enn meiri nauðum svo hann gæti grætt sjálfur.

455. ...

456.Ingólfur var hugsjónamaður sem vildi bændum gott og láta leggja vegi og brýr um héraðið. Hann vildi að ríkið lánaði bændum svo þeir gætu keypt sér græjur og aukið afurðir sínar.

457. það voru tveir bæjir í þeirra kjördæmi Víkin og Fjörðurinn. Í víkinn var kominn fram hreyfing jafnaðarmanna.

458.Ingólfur lofar að raflýsa alla bæi í sveitinni.

459. Hann lofaði Víkinni Banka og stórútgerð. Hann lofar kolanámu og beinamjölsverksmiðju, venjulegt kosninga skrum

460. Fjallkóngurinn er að byggja sér steinhús. Fjallk. Spyr hvort að Bjartur sé að fara að byggja en hinn vill engu svara.

461.þeir tala um lán í banka til þess að byggja og menn geti verið upp í 40 ár að borga til baka

462.En Bjartur á ekki von á því að verða lengi að borga til baka. Fjallk, býður honum lán úr banka fyrir sunnan

463. -- 67 Gæðingurinn -- Allir eru að tala um Gvend. Hann hafði keypt gæðing og var að eltast við dóttur þingmannsins heila nótt

464. Hann reynir að ná augnsambandi við stúlkuna í messu og vell gefa henni gæðingin

465. Hann vill segja henni að þeir í Sumarhúsum ætla að fara að byggja steinhús á 2 hæðum og með risi

466. Hann hefur áhyggjur af því hvað fólkið í sveitinni mun segja þegar hann kotstrákurinn fer að reyna við svona fína stúlku.

467. hann sér að þetta er önnur stúlka

468. Fyrir utan ÚtirauðsM, er bifreið sem allir eru að skoða. Hann sér þingmannin sem er glæsilegur

469. Menn ræða landmálin. Gvendur er sammála öllu því sem Ingólfur segir.

470. Hann er að reyna að sjá stúlkuna. Hún kemur út og sest í bílinn og fer, hann er fúll yfir því að hann skildi láta sig dreyma um þessa stúlku

471. Ingólfur stoppar og spjallar við Bjart. Þeir ræða hvort hann ætli að byggja og hvort hann vilji lán, Bjartur talar um kjör. Ingólfur segir að það sé ekki um nein kjör að ræða hjá kaupfélaginu því það sé ekki nein prangstofnun.

472. Ingólfur segir að byggingarefnið sé ódýrt í kaupf.

473. Gvendur hittir stelpuna og vill sýna henni hestinn en hún er snúðug og spyr af hverju hann sé ekki í Ameríku

474.hún kallar hann ræfil og hann segist ekki vera neinn ræfill. Hann segist ætla að verða stórbóndi en hún segir að pabbi hennar muni bráðlega ráða yfir öllu íslandi.

475. Ingólfur spyr hvað hann sé gamall en hefur ekki áhuga á honum fyrst hann hefur ekki kosningarétt. -- 68 Nútímasskáldskapur --

476.Bjartur er farinn að byggja. Hann veitir fyrsta og annan veðrétt gegn láni fyrir húsinu

477. Afurðir bænda hrapa í verði eftir að stríðinu lauk. Peningarnir eru búnir áður en hægt er að byggja efstu hæðina og þakið. Bjartur biður um meiri pening að láni en það er erfitt að fá lán.

478. Verðið á kindunum er gott á kindunum um haustið þá fékk bjartur meiri pening og timbur og járn.

479. Bjartu biður Gvend um að fara með vísur til Ástu en vill ekki fara með þær sjálfur af því að Ásta hefur brugðist trausti hans. En Gvendur segir að hann hafi rekið hana burt sjálfur.

480.Bjartur verður reiður og segist aldrei munu hitta hana lifandi. Ásta býr í kofa á eyrinni, það er búið að taka úr henni brenndu tönnina og komið skarð. Hún er ólétt og komin með slæman hósta.

481. Hún rífst við tengdó og segist góð við mannin sinn. En Bjart segist hún ekki vilja sá á meðan hún er lifandi.

482. -- 69 Þegar maður er ekki gifur -- Húsið er reist en það vantar á það hurðirnar.

483. Það eru ekki til nein húsgögn í nýja húsið enda höfðu engin verið í gamla torfkofanum. Svo hann ákvað að vera einn vetur enn í gamla húsinu

484. Bjartur hafði verið með 3 vinnukonur

485. bærinn lekur mikið um veturinn

486. hann vill giftast henni svo hann þurfi ekki að borga henni kaup.

487. -- 70 Vaxtamál -- Fjallkóngurinn missti húsið. Það var svo dýrt

488. þegar húsið var ársgamalt féllu afurðirnar í verði.

489. Nýr kaupfélagsstjóri segir að allir skuldi alltof mikið og margir verða gjaldþrota. Það var erfitt að fá vörur. Nema tóbak það var frítt til þess að vinna gegn kláða.

490. Bjartur kláraði húsið og fókið flutti, eldamaskínan vildi ekki virka. Fyllti húsið af reyk.

491. á endanum var keypt olíumaskína. -- 71 Tröll á haustin -- Brynja ráðskona fer í bæinn og kemur klyfjuð til baka.

492. Hún kom með hveiti sykur og tóbak.

493. ...

494.Bjarti langar mikið í tóbak

495. Um morguninn gaf hún honum kaffi mmmmmmmmmm.

496. Hann vill að hún fari, Brynhildur grætur allan þennan dag og fer næsta dag -- 72 Þegar hugsjónir rætast -- Margar hugmyndir Ingólf komust í framkvæmd.

497. Allt er að skána betri hús og kaupfélögin eru að vaxa og dafna

498.Þórir á Gilteigi komst af og varð fjallkóngur sveitarinnar. Hinir vinir Bjartar urðu fastir í skuldasúpunni.

499.Þessir bændur fengu ekki góð kjör.

500. það voru bara ríkir menn. Nýja húsið er ótrúlega kalt. Bjartur er að drepast úr kulda í nýja húsinu. Hann nær ekki að borga af skuldunum og reynir að semja. Bankarolan segist ekki hafa leyfi til að semja.

501. Ingólfur Arnarson Jónsson var skipaður forsætisráðherra. -- 73 Hundar sál ofl -- Það á að selja Sumarhús á uppboði. Hann spyr Beru gömlu um kotið hennar á sandgilsheiði.

502. Hann vill flytja þangað með kindurnar.

503. Bjartur segir að börnin sín hafi verið sjálfstæð börn.

504. Einar í Undirhlíð segir að sér sé sama þó hann búi í moldarkofa þessi fáu ár sem hann á eftir

505. Sögulok

506. ... 507. -- 74 Annara manna brauð -- Þetta vor, þegar Bjartur var búinn að húsa upp bæinn að Urðarseli keypti hreppst, aftur beitarhúsin sín á það sem á þeim hvíldi. Hann fékk ekkert að láni frá versluninni og seldi hestana sína fyrir timbur í bæinn.

508. Það er byrjað að reisa hafnarmannvirki í firðinum

509. Menn voru óánægðir með það kaup sem þeim var boðið fyrir vinnuna við hafnarmannvirkin og fóru í verkfall. Það urðu slagsmál og einhverjir slösuðust.

510.heimamenn voru hissa á þessu uppreisnarbrölti í utanbæjarmönnum. Gvendur villl heimsækja Ástu en þá hótar Bjartur að berja hann.

511. þeir tala við verkfallsmenn.

512. þeir tala um að lögregla eigi að koma á morgun og þeir ætli að slást við hana.

513. ...

514. Einn mannana stelur brauði og Bjartur er ekki hrifinn af því

515.Gvendur þiggur brauð og kaffi í húsi sem verkfallsmennirnir eru í

516.Bjartur ætlar heim en segir Gvendi að vera eftir

517. -- 75 Rússakeisari fallinn --

518. Bjartur sér eftir því að hafa fengið sér brauð. Hann sér eftir því að hafa leyft þeim að hafa drenginn sinn

519.Hann sér litla stúlku, Ástu litlu Sóllilju. Hann kallar hana Sólu en hún segist heita Björt.

520. Hann fer inní húsið og sér Ástu þar með yngra barnið sitt.

521. Ásta trúir ekki sínum eigin augum þegar hún sér Bjart. Hann segist ætla að taka hana með sér og segir henni að klæða sig. Hún hóstaði.

522. -- 76 Blóð í grasi -- Hún skoðar nýja húsið sem er svo ljótt og talar við ömmu

523. Henni finnst gott að vera komin heim að Sumarhúsum. Bjartur kemur til að sækja restina af fólkinu. Ásta gengur með honum hún er með berkla.

524. Bjartur tók minnismerkið sem hann hafði reist Gunnvöru og henti því gilið. Það var ekki hægt að sigra Kólumkilla og hans hyski.

525. Ásta leggst á jörðina og hóstar og hóstar þangað til að grasið er orðið blóðugt. Amma sest við höfuðið á henni með ungabarnið. Hún getur ekki gengið lengra svo að Bjartur ber hana.

Source(s): Glósur:Sjálfstætt fólk